Engir hlutir ķ lista
 
 
 
 

Landbśnašarrįšherrann 63100

Prenta

Vörulżsing

Tvöfalt jarðgerðarílát einangrað með Polyurethane.
Landbúnaðarráðherrann er öflugasta jarðgerðarílátið á markaðnum eins og nafnið ber með sér og það eina sem hefur verið hannað fyrir íslenskar aðstæður, þ.e. kalda veðráttu. Rúmmálið er um 260 lítrar. Jarðgerðarílátið er einangrað með Polyurethane sem er háeinangrandi efni. Meðalþykkt einangrunar er um 70 mm í veggjum, botni og í loki.
Við allra bestu aðstæður, þegar nóg er af hráefni til jarðgerðar, samsetning hráefnanna er heppileg til jarðgerðar og efnið er vel loftað (oft er rótað í kassanum), má ná því að hafa tilbúið jarðgert efni á 6-7 vikum. Við hefðbundnar heimilisaðstæður er þetta ekki raunhæft og er algengt að jarðgerðin taki 6 til 8 mánuði eða jafnvel allt að einu ári.
Ílátið er úr Polyethylene sem telst vera endurvinnanlegt efni. Ytra og innra byrði jarðgerðarílátsins er með meðalþykkt um 6- 7 mm. Varmaleiðnistuðull er um 1,27 W/m2 °C. (Varmaleiðnistuðull (k-gildi) er eðlisfræðileg stærð sem gefur hugmynd um hve mikill varmi tapist á ákveðnu flatarmáli. Stundum kallað kólnunartala).

Hægt er að setja hitamæli á ílátið (sjá mynd) og fylgjast þannig með hitanum (hitamælir fylgir ekki með).

Stęršir og mįl

Rśmmįl (lķtrar) Lengd (mm) Breidd (mm) Hęš (mm)
260 840 810 1090